The Notebook er önnur mynd sem hægt er að horfa á endalaust.
Klassísk ástarsaga eftir Nicholas Sparks sem er gerð að frábærri kvikmynd. Mér finnst þetta miklu meira en einhver venjuleg ástarsaga samt sem áður því hún fjallar um fyrstu ástina og það er auðvelt fyrir alla að tengjast því.
Persónurnar eru vel kynntar og myndin er full af æðislegum augnablikum sem snerta alla hvort sem þeir eru karlkyns eða kvenkyns.
Rachel McAdams og Ryan Gosling standa sig frábærlega og í rauninni þá finnst manni maður þekkja persónurnar sem þau leika svo vel að maður skilur bara ekki hvernig þau gátu hætt saman í alvörunni en eins og flestir vita urðu þau par í kjölfarið á að hafa leikið saman í þessari mynd.
Söguþráðurinn er þó nokkuð klassískur. Strákur hittir stelpu og nær að heilla hana. Þau verða ástfangin en samkvæmt félagslegum viðmiðum eiga þau ekki að vera saman. Þau hætta saman en hittast svo aftur fyrir tilviljun og verða aftur ástfangin.
Það sem er líka athyglivert er að sögumaðurinn er persónan hans Ryan Gosling í framtíðinni en hann er að lesa söguna fyrir "sweetheartið" sitt sem er búin að fá alzheimer og man ekki neitt. Hann les söguna um þau fyrir hana á hverjum degi í von um að hún fari að muna.
Ætla líka að minnast á Kevin Connelly sem leikur í þessari mynd en það er gaman að sjá þennan leikara sem er líklega þekktastur fyrir leik sinn í Entourage. Stendur sig vel í þessari mynd.
Allavega þá er þetta frábær mynd sem hægt er að horfa á oft.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
3 stig.
Post a Comment