Sunday, November 30, 2008

mótþrói

horfði á myndina Restraint um daginn. Spennumynd sem fjallar um par sem grípur til örþrifaráða þegar þeim vantar peninga. Ég sá trailerinn af myndini á jútúb og leist ágætlega á hann en myndin var þó ekki mikið meira en áhorfanleg.

Parið byrjar á að klúðra einhverju á bensínstöð og enda á að drepa bensínstöðvar eigandann. Því næst flýja þau í einhvað sveitasetur og taka eigandann í gíslingu. Þegar þau eru búinn að taka allt sem þau finna á heimilinu ætla þau að drepa hann en þá segist hann eiga fullt af peningum inná banka sem þau geti fengið ef hann fær að lifa. Svo gengur myndin útá það hvort þau nái þessum peningum útúr bankanum. Stelpan fær svo einhvern vafa um hvort hún elski kærastann sinn og fær að "flirta" við gíslan. Í lokin fer allt í rugl og menn deyja eða eru við það að deyja hægri vinstri.

Frekar slæm mynd og lítið spennandi.