Þessi mynd fjallar um bræður (tvíbura?) sem búa í Boston og ákveða einn góðan veðurdag að losa íbúa Boston við alla glæpamenn og vonda menn í borginni. Þeir eru mjög trúaðir og vilja meina að þeir séu að starfa eftir vilja guðs. Á meðan þeir eru að drepa vondu kallana er FBI gaur að reyna að ná þeim líka en hann er leikinn af Willem Defoe og ætti hann í raun skilið óskarsverðlaun fyrir þessa frammistöðu. Sérstaklega gaman þegar hann liggur uppí rúmi með kærastanum sínum og er að tala í símann. Kærastinn hans vill einhvað fá að kúra með honum en Defoe nennir því ekki og þá segir homminn: "hey, I just wan´t to cuddle!" Hann fær fljótt svarið: "you faggot". Gaman að því.
Annars er það sem er sérstakt við þessa mynd fyrir utan Willem Dafoe það hvað myndin er óendanlega svöl. Bræðurnir eru aðeins of töff og vinur þeirra "Funny man" er ekki slök persóna heldur. Ræðan sem þeir taka svo í lokin rétt áður en þeir drepa mafiu doninn hlýtur svo að vera einhvað sem er of töff.
aðeins of nettir...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
3 stig.
Post a Comment