Sunday, November 30, 2008

Þá er komið að annarri toppmynd sem gerð er eftir sögu Nicholas Sparks. A walk to remember er líklega ekki jafn fræg og sú fyrri en samt sem áður mjög góð mynd sem snertir hjartað hjá flestum sem horfa.

Þessi mynd fjallar líka um ást sem á sér ekki félagslegan grundvöll og þarf að berjast fyrir. En stelpan sem er dóttir prestsins og mjög trúuð er alvarlega veik og gæti átt lítið eftir. Strákurinn er vinsælasti gaurinn í skólanum og föðurlaus sem gerir hann pínu reiðan ungling.

Þau verða ástfangin þegar þau leika saman í skólaleikritinu og hann yfirgefur vinahópinn að nokkru leyti og einbeitir sér að ástinni. Saman gera þau marga hluti saman og það sem er kannski einkennandi fyrir sögurnar hans Sparks er að maður virkilega trúir að þau séu ástfangin og myndu gera allt fyrir hvort annað.

Ekki kannski mikið um góðan leik í þessari mynd nema þá Mandy Moore sem leikur prestdótturina sannfærandi. Shane West stendur sig þó ágætlega líka.