Sunday, November 30, 2008

Carpe Diem

Ætli maður þurfi ekki að reyna að blogga einhvað hérna á síðustu stundu.

Byrja á nokkrum myndum sem ég myndi kalla mínar uppáhalds myndir.

Dead Poets Society

Þetta er mynd sem ég get horft á endalaust. Hún er frá árinu 1989 og er leikstýrð af Peter Weir. Hún fjallar um unga drengi í heimavistarskóla í Bandaríkjunum sem mæta í skólann eitt árið og hafa þá fengið nýjan enskukennara. John Keating heitir sá og er leikinn af Robin Williams. Hann fyllir ungu drengina innblástri og hvetur þá til að lifa lífinu. "Carpe Diem, seize the day boys, make your lives extraordinary". Drengirnir komast að því að þegar Keating var í skólanum var hann partur af leynifélagi sem kallaði sig Dead Poets Society. Þar voru dauðu skáldin hyllt og lesin upp ljóð eftir þau auk þess sem meðlimir fengu að lesa sín eigin ljóð. Þeir ákveða að endurlífga þetta samfélag og fara í skjóli nætur í helli og skemmta sér.

Það sem er kannski áhugaverðast við myndina og það sem fær mann til að elska hana er árekstur eins drengjanna við föður sinn en hann vill ekki leyfa honum að lifa sínu lífi. Sá drengur er leikinn af Robert Sean Leonard en hann og Ethan Hawke sem leikur einn drengjanna líka eiga stórleik í þessari mynd.

Tom Schulman fékk Óskarsverðlaun fyrir handritið að myndinni og Peter Weir og Robin Williams fengu tilnefningu fyrir sitt framlag.

Toppmynd