Office Space
Langar að fjalla aðeins um eina af mínum uppáhaldsmyndum. Hún kom út árið 1999 og fékk kannski ekki alveg góðar viðtökur þá en hefur þú komist í hóp grínmynda sem mætta kannski telja klassískar.
Myndin tæklar hversu leiðigjarnt hið eðlilega skrifstofulíf getur verið og hvað menn eru tilbúnir að gera til að komast frá því. Myndin fjallar um að mestu leyti um þrjá menn, Peter Gibbons (Ron Livingston), Samir Nagheenanajar og Michael Bolton en nöfn þeirra tveggja síðastnefndu eru einmitt hráefni í nokkra góða brandara í myndinni. Þeir vinna allir hjá einhverju tæknifyrirtæki og eru forritarar sem vinna við það að breyta tölvum og gera þær tilbúnar fyrir árið 2000 en þá áttu allar tölvur að "crasha".
Svo fer Peter til sálfræðings með konunni sinni og sálfræðingurinn deyr í miðjum klíðum. Eftir það er Peter sama um allt og alla. Hann skilur alla skynsemi eftir og gerir það sem honum langar. Hann sannfærir vinnufélaga sína um að vera með sér í að ræna fyrirtækið þeirra en það heppnaðist ekki alveg hjá þeim félögum.
Inn í þetta plott bætist svo hin reglubundna ástarsaga en kærustu Peters leikur Jennifer Aniston og gerir það bara ágætlega. Aðrir skemmtilegir karakterar eru Mr. Lumbergh sem er yfirmaður þeirra. Milton, sem er einhvað greindarskertur vinnufélagi þeirra og endaði á því að brenna niður vinnubygginguna þeirra. Að ógleymdum Bobbunum eða the Bob´s sem voru ráðgjafar sem tóku til starfa hjá fyrirtækinu til að skera niður einhvað af starfsfólkinu.
Þessi mynd er náttúrulega drepfyndin og hefur að geyma marga frasa sem festast í minninu. Mjög litríkar persónur sem auðvelt er að tengjast líka því öll könnumst við við óþolandi yfirmanninn og þá tilfinningu að maður sé að gera ekki neitt í lífinu.
A must see!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ágæt færsla 5 stig
Já, segjum það bara. 5 stig.
Post a Comment