Jæja þá er það síðasti dagur mánaðarins og ég held að maður skelli inn nokkrum færslum sem maður er búinn að slugsa við að gera.
Ætla að byrja á að fjalla um teiknimyndina Lion King.
hún kom út árið 1994 og var vel tekið. Hún fjallar um Simba sem er verðandi konungur ljónanna en þegar Skari frændi hans drepur Mufasa, faðir Simba, þá platar Skari hann og segir honum að hlaupa í burtu og aldrei koma aftur því það sé honum að kenna að pabbi hans sé dáinn. Og að enginn vilji sjá hann aftur.
Því fer Simbi á kreik og finnur nýtt líf í óbyggðum frumskógarins og hittir þar Tímon og Púmba sem verða bestu vinir hans. Hans aðlagar sig að lifnaðarháttum þeirra og er að njóta góða lífsins. Á meðan er allt að fara til fjandans heima fyrir og Skari sem sameinaðist hýenunum hefur enga stjórn á konungsveldinu. Þá er Nala, æskuvinkona Simba send að finna hjálp einhvers staðar. Hún finnur Simba og reynir að sannfæra hann um að koma til baka.
Að lokum mætir Simbi ótta sínum og fer heim til að skora Skara á hólm. Hann veit að hann er hinn sanni Konungur Ljónanna.
Sagan í þessari mynd er hreint æðisleg og auðvelt fyrir alla að spennast upp. Persónurnar eru líka mjög góðar og leikararnir sem ljá þeim rödd sína eru líka mjög færir. Það var mjög gaman að komast að því að Rowan Atkinson talar fyrir Zazu og að Moira Kelly sem leikur í hinum bráðskemmtilegu þáttum OTH (One Tree Hill) talar fyrir Nölu.
Þegar Lion King er nefnd er ekki hægt að sleppa því að tala um Soundtrackið sem er líklega það besta í heimi og ég hól það niður um leið og ég kláraði myndina. The Circle of Life, Hakuna Matata og að ógleymdu óskarsverðlaunalaginu Can You Feel the Love Tonight skarta þennan frábæra disk. Fleiri góð eru þar eins og lagið hans Skara sem er þó keimlíkt Arabian Nights laginu úr Aladdin.
Myndin er allavega frábær og ætti að vera við allra hæfi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ágæt færsla. 5 stig.
Post a Comment