Monday, September 29, 2008
21
Þá er það myndin 21 eða tuttugu og einn sem fjallar um ungan dreng sem er bráðklár en vantar pening til að komast í námið sem hann vill komast í. Hann fer því að spila 21 ásamt skólafélögum sínum og kennara en þau hafa búið til nánast gallalaust kerfi um hvernig skal græða í þessum fræga leik. Ungi drengurinn sem heitir Ben Campell og er leikinn af Jim Sturgess flæktist þó í meira en hann gerði sér grein fyrir og hætti líka samskiptum við æskuvini sína. Prófessorinn hans, sem Kevin Spacey leikur mjög vel er frekar illkvittinn karakter og tekst næstum að eyðileggja fyrir Ben en þó ekki betur en svo að Ben svíkur hann og kemur hnum fyrir kattanef.
Mér fannst myndin skemmtileg og kannski bara áhugaverð líka. Sjálfur er ég hrifinn af fjárhættuspili og því auðvelt fyrir mig að tengjast persónunum. Jim Sturgess og Kevin Spacey standa sig mjög vel og aðrir allt í lagi bara.
Það er ein gáta úr þessari mynd sem mér finnst alveg frábær. Kevin Spacey spyr Jim í tíma. "Ef þú værir í svona þætti þar sem þú gætir unnið bíl sem er fyrir aftan eina af þrem hurðum og það væru kindur í hinum tveim hurðunum, hvaða hurð myndiru velja?" Jim velur þá eina hurðina. Þá spyr Spacey: " Ef að þáttastjórnandinn segði þér að bakvið eina af hinum hurðunum tveimur væri kind og opnaði hana og kindin kæmi hlaupandi út. Myndiru skipta um hurð?" og Jim svaraði játandi. Ástæðan er sú að í byrjun hefur Jim 33% möguleika á að velja rétta hurð og því 66% líkur á að bíllinn sé í einni af hinum tveimur hurðunum. Eftir að þáttastjórnandinn hefur sagt honum að önnur þeirra sé með kind í þá hefur ein hurð 66% líkur og því líkindalega rétt að skipta.
Gaman að þessu...
En já, ekkert frábær mynd, kannski pínu of Hollywoodleg sem sýnir sig best í kjánalegu ástarsögunni sem fylgir frítt með en samt sem áður góð skemmtun.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ágæt færsla. 5 stig.
Post a Comment