horfði á myndina Restraint um daginn. Spennumynd sem fjallar um par sem grípur til örþrifaráða þegar þeim vantar peninga. Ég sá trailerinn af myndini á jútúb og leist ágætlega á hann en myndin var þó ekki mikið meira en áhorfanleg.
Parið byrjar á að klúðra einhverju á bensínstöð og enda á að drepa bensínstöðvar eigandann. Því næst flýja þau í einhvað sveitasetur og taka eigandann í gíslingu. Þegar þau eru búinn að taka allt sem þau finna á heimilinu ætla þau að drepa hann en þá segist hann eiga fullt af peningum inná banka sem þau geti fengið ef hann fær að lifa. Svo gengur myndin útá það hvort þau nái þessum peningum útúr bankanum. Stelpan fær svo einhvern vafa um hvort hún elski kærastann sinn og fær að "flirta" við gíslan. Í lokin fer allt í rugl og menn deyja eða eru við það að deyja hægri vinstri.
Frekar slæm mynd og lítið spennandi.
Sunday, November 30, 2008
Þá er komið að annarri toppmynd sem gerð er eftir sögu Nicholas Sparks. A walk to remember er líklega ekki jafn fræg og sú fyrri en samt sem áður mjög góð mynd sem snertir hjartað hjá flestum sem horfa.
Þessi mynd fjallar líka um ást sem á sér ekki félagslegan grundvöll og þarf að berjast fyrir. En stelpan sem er dóttir prestsins og mjög trúuð er alvarlega veik og gæti átt lítið eftir. Strákurinn er vinsælasti gaurinn í skólanum og föðurlaus sem gerir hann pínu reiðan ungling.
Þau verða ástfangin þegar þau leika saman í skólaleikritinu og hann yfirgefur vinahópinn að nokkru leyti og einbeitir sér að ástinni. Saman gera þau marga hluti saman og það sem er kannski einkennandi fyrir sögurnar hans Sparks er að maður virkilega trúir að þau séu ástfangin og myndu gera allt fyrir hvort annað.
Ekki kannski mikið um góðan leik í þessari mynd nema þá Mandy Moore sem leikur prestdótturina sannfærandi. Shane West stendur sig þó ágætlega líka.
Þessi mynd fjallar líka um ást sem á sér ekki félagslegan grundvöll og þarf að berjast fyrir. En stelpan sem er dóttir prestsins og mjög trúuð er alvarlega veik og gæti átt lítið eftir. Strákurinn er vinsælasti gaurinn í skólanum og föðurlaus sem gerir hann pínu reiðan ungling.
Þau verða ástfangin þegar þau leika saman í skólaleikritinu og hann yfirgefur vinahópinn að nokkru leyti og einbeitir sér að ástinni. Saman gera þau marga hluti saman og það sem er kannski einkennandi fyrir sögurnar hans Sparks er að maður virkilega trúir að þau séu ástfangin og myndu gera allt fyrir hvort annað.
Ekki kannski mikið um góðan leik í þessari mynd nema þá Mandy Moore sem leikur prestdótturina sannfærandi. Shane West stendur sig þó ágætlega líka.
In nomini patri, et fili, et spiritus sancti...
Þessi mynd fjallar um bræður (tvíbura?) sem búa í Boston og ákveða einn góðan veðurdag að losa íbúa Boston við alla glæpamenn og vonda menn í borginni. Þeir eru mjög trúaðir og vilja meina að þeir séu að starfa eftir vilja guðs. Á meðan þeir eru að drepa vondu kallana er FBI gaur að reyna að ná þeim líka en hann er leikinn af Willem Defoe og ætti hann í raun skilið óskarsverðlaun fyrir þessa frammistöðu. Sérstaklega gaman þegar hann liggur uppí rúmi með kærastanum sínum og er að tala í símann. Kærastinn hans vill einhvað fá að kúra með honum en Defoe nennir því ekki og þá segir homminn: "hey, I just wan´t to cuddle!" Hann fær fljótt svarið: "you faggot". Gaman að því.
Annars er það sem er sérstakt við þessa mynd fyrir utan Willem Dafoe það hvað myndin er óendanlega svöl. Bræðurnir eru aðeins of töff og vinur þeirra "Funny man" er ekki slök persóna heldur. Ræðan sem þeir taka svo í lokin rétt áður en þeir drepa mafiu doninn hlýtur svo að vera einhvað sem er of töff.
aðeins of nettir...
Annars er það sem er sérstakt við þessa mynd fyrir utan Willem Dafoe það hvað myndin er óendanlega svöl. Bræðurnir eru aðeins of töff og vinur þeirra "Funny man" er ekki slök persóna heldur. Ræðan sem þeir taka svo í lokin rétt áður en þeir drepa mafiu doninn hlýtur svo að vera einhvað sem er of töff.
aðeins of nettir...
Notebook
The Notebook er önnur mynd sem hægt er að horfa á endalaust.
Klassísk ástarsaga eftir Nicholas Sparks sem er gerð að frábærri kvikmynd. Mér finnst þetta miklu meira en einhver venjuleg ástarsaga samt sem áður því hún fjallar um fyrstu ástina og það er auðvelt fyrir alla að tengjast því.
Persónurnar eru vel kynntar og myndin er full af æðislegum augnablikum sem snerta alla hvort sem þeir eru karlkyns eða kvenkyns.
Rachel McAdams og Ryan Gosling standa sig frábærlega og í rauninni þá finnst manni maður þekkja persónurnar sem þau leika svo vel að maður skilur bara ekki hvernig þau gátu hætt saman í alvörunni en eins og flestir vita urðu þau par í kjölfarið á að hafa leikið saman í þessari mynd.
Söguþráðurinn er þó nokkuð klassískur. Strákur hittir stelpu og nær að heilla hana. Þau verða ástfangin en samkvæmt félagslegum viðmiðum eiga þau ekki að vera saman. Þau hætta saman en hittast svo aftur fyrir tilviljun og verða aftur ástfangin.
Það sem er líka athyglivert er að sögumaðurinn er persónan hans Ryan Gosling í framtíðinni en hann er að lesa söguna fyrir "sweetheartið" sitt sem er búin að fá alzheimer og man ekki neitt. Hann les söguna um þau fyrir hana á hverjum degi í von um að hún fari að muna.
Ætla líka að minnast á Kevin Connelly sem leikur í þessari mynd en það er gaman að sjá þennan leikara sem er líklega þekktastur fyrir leik sinn í Entourage. Stendur sig vel í þessari mynd.
Allavega þá er þetta frábær mynd sem hægt er að horfa á oft.
Klassísk ástarsaga eftir Nicholas Sparks sem er gerð að frábærri kvikmynd. Mér finnst þetta miklu meira en einhver venjuleg ástarsaga samt sem áður því hún fjallar um fyrstu ástina og það er auðvelt fyrir alla að tengjast því.
Persónurnar eru vel kynntar og myndin er full af æðislegum augnablikum sem snerta alla hvort sem þeir eru karlkyns eða kvenkyns.
Rachel McAdams og Ryan Gosling standa sig frábærlega og í rauninni þá finnst manni maður þekkja persónurnar sem þau leika svo vel að maður skilur bara ekki hvernig þau gátu hætt saman í alvörunni en eins og flestir vita urðu þau par í kjölfarið á að hafa leikið saman í þessari mynd.
Söguþráðurinn er þó nokkuð klassískur. Strákur hittir stelpu og nær að heilla hana. Þau verða ástfangin en samkvæmt félagslegum viðmiðum eiga þau ekki að vera saman. Þau hætta saman en hittast svo aftur fyrir tilviljun og verða aftur ástfangin.
Það sem er líka athyglivert er að sögumaðurinn er persónan hans Ryan Gosling í framtíðinni en hann er að lesa söguna fyrir "sweetheartið" sitt sem er búin að fá alzheimer og man ekki neitt. Hann les söguna um þau fyrir hana á hverjum degi í von um að hún fari að muna.
Ætla líka að minnast á Kevin Connelly sem leikur í þessari mynd en það er gaman að sjá þennan leikara sem er líklega þekktastur fyrir leik sinn í Entourage. Stendur sig vel í þessari mynd.
Allavega þá er þetta frábær mynd sem hægt er að horfa á oft.
Carpe Diem
Ætli maður þurfi ekki að reyna að blogga einhvað hérna á síðustu stundu.
Byrja á nokkrum myndum sem ég myndi kalla mínar uppáhalds myndir.
Dead Poets Society
Þetta er mynd sem ég get horft á endalaust. Hún er frá árinu 1989 og er leikstýrð af Peter Weir. Hún fjallar um unga drengi í heimavistarskóla í Bandaríkjunum sem mæta í skólann eitt árið og hafa þá fengið nýjan enskukennara. John Keating heitir sá og er leikinn af Robin Williams. Hann fyllir ungu drengina innblástri og hvetur þá til að lifa lífinu. "Carpe Diem, seize the day boys, make your lives extraordinary". Drengirnir komast að því að þegar Keating var í skólanum var hann partur af leynifélagi sem kallaði sig Dead Poets Society. Þar voru dauðu skáldin hyllt og lesin upp ljóð eftir þau auk þess sem meðlimir fengu að lesa sín eigin ljóð. Þeir ákveða að endurlífga þetta samfélag og fara í skjóli nætur í helli og skemmta sér.
Það sem er kannski áhugaverðast við myndina og það sem fær mann til að elska hana er árekstur eins drengjanna við föður sinn en hann vill ekki leyfa honum að lifa sínu lífi. Sá drengur er leikinn af Robert Sean Leonard en hann og Ethan Hawke sem leikur einn drengjanna líka eiga stórleik í þessari mynd.
Tom Schulman fékk Óskarsverðlaun fyrir handritið að myndinni og Peter Weir og Robin Williams fengu tilnefningu fyrir sitt framlag.
Toppmynd
Byrja á nokkrum myndum sem ég myndi kalla mínar uppáhalds myndir.
Dead Poets Society
Þetta er mynd sem ég get horft á endalaust. Hún er frá árinu 1989 og er leikstýrð af Peter Weir. Hún fjallar um unga drengi í heimavistarskóla í Bandaríkjunum sem mæta í skólann eitt árið og hafa þá fengið nýjan enskukennara. John Keating heitir sá og er leikinn af Robin Williams. Hann fyllir ungu drengina innblástri og hvetur þá til að lifa lífinu. "Carpe Diem, seize the day boys, make your lives extraordinary". Drengirnir komast að því að þegar Keating var í skólanum var hann partur af leynifélagi sem kallaði sig Dead Poets Society. Þar voru dauðu skáldin hyllt og lesin upp ljóð eftir þau auk þess sem meðlimir fengu að lesa sín eigin ljóð. Þeir ákveða að endurlífga þetta samfélag og fara í skjóli nætur í helli og skemmta sér.
Það sem er kannski áhugaverðast við myndina og það sem fær mann til að elska hana er árekstur eins drengjanna við föður sinn en hann vill ekki leyfa honum að lifa sínu lífi. Sá drengur er leikinn af Robert Sean Leonard en hann og Ethan Hawke sem leikur einn drengjanna líka eiga stórleik í þessari mynd.
Tom Schulman fékk Óskarsverðlaun fyrir handritið að myndinni og Peter Weir og Robin Williams fengu tilnefningu fyrir sitt framlag.
Toppmynd
Tuesday, September 30, 2008
To me, it doesn´t get any better then when Michael Bolton sings "When a man loves a women"
Office Space
Langar að fjalla aðeins um eina af mínum uppáhaldsmyndum. Hún kom út árið 1999 og fékk kannski ekki alveg góðar viðtökur þá en hefur þú komist í hóp grínmynda sem mætta kannski telja klassískar.
Myndin tæklar hversu leiðigjarnt hið eðlilega skrifstofulíf getur verið og hvað menn eru tilbúnir að gera til að komast frá því. Myndin fjallar um að mestu leyti um þrjá menn, Peter Gibbons (Ron Livingston), Samir Nagheenanajar og Michael Bolton en nöfn þeirra tveggja síðastnefndu eru einmitt hráefni í nokkra góða brandara í myndinni. Þeir vinna allir hjá einhverju tæknifyrirtæki og eru forritarar sem vinna við það að breyta tölvum og gera þær tilbúnar fyrir árið 2000 en þá áttu allar tölvur að "crasha".
Svo fer Peter til sálfræðings með konunni sinni og sálfræðingurinn deyr í miðjum klíðum. Eftir það er Peter sama um allt og alla. Hann skilur alla skynsemi eftir og gerir það sem honum langar. Hann sannfærir vinnufélaga sína um að vera með sér í að ræna fyrirtækið þeirra en það heppnaðist ekki alveg hjá þeim félögum.
Inn í þetta plott bætist svo hin reglubundna ástarsaga en kærustu Peters leikur Jennifer Aniston og gerir það bara ágætlega. Aðrir skemmtilegir karakterar eru Mr. Lumbergh sem er yfirmaður þeirra. Milton, sem er einhvað greindarskertur vinnufélagi þeirra og endaði á því að brenna niður vinnubygginguna þeirra. Að ógleymdum Bobbunum eða the Bob´s sem voru ráðgjafar sem tóku til starfa hjá fyrirtækinu til að skera niður einhvað af starfsfólkinu.
Þessi mynd er náttúrulega drepfyndin og hefur að geyma marga frasa sem festast í minninu. Mjög litríkar persónur sem auðvelt er að tengjast líka því öll könnumst við við óþolandi yfirmanninn og þá tilfinningu að maður sé að gera ekki neitt í lífinu.
A must see!
Langar að fjalla aðeins um eina af mínum uppáhaldsmyndum. Hún kom út árið 1999 og fékk kannski ekki alveg góðar viðtökur þá en hefur þú komist í hóp grínmynda sem mætta kannski telja klassískar.
Myndin tæklar hversu leiðigjarnt hið eðlilega skrifstofulíf getur verið og hvað menn eru tilbúnir að gera til að komast frá því. Myndin fjallar um að mestu leyti um þrjá menn, Peter Gibbons (Ron Livingston), Samir Nagheenanajar og Michael Bolton en nöfn þeirra tveggja síðastnefndu eru einmitt hráefni í nokkra góða brandara í myndinni. Þeir vinna allir hjá einhverju tæknifyrirtæki og eru forritarar sem vinna við það að breyta tölvum og gera þær tilbúnar fyrir árið 2000 en þá áttu allar tölvur að "crasha".
Svo fer Peter til sálfræðings með konunni sinni og sálfræðingurinn deyr í miðjum klíðum. Eftir það er Peter sama um allt og alla. Hann skilur alla skynsemi eftir og gerir það sem honum langar. Hann sannfærir vinnufélaga sína um að vera með sér í að ræna fyrirtækið þeirra en það heppnaðist ekki alveg hjá þeim félögum.
Inn í þetta plott bætist svo hin reglubundna ástarsaga en kærustu Peters leikur Jennifer Aniston og gerir það bara ágætlega. Aðrir skemmtilegir karakterar eru Mr. Lumbergh sem er yfirmaður þeirra. Milton, sem er einhvað greindarskertur vinnufélagi þeirra og endaði á því að brenna niður vinnubygginguna þeirra. Að ógleymdum Bobbunum eða the Bob´s sem voru ráðgjafar sem tóku til starfa hjá fyrirtækinu til að skera niður einhvað af starfsfólkinu.
Þessi mynd er náttúrulega drepfyndin og hefur að geyma marga frasa sem festast í minninu. Mjög litríkar persónur sem auðvelt er að tengjast líka því öll könnumst við við óþolandi yfirmanninn og þá tilfinningu að maður sé að gera ekki neitt í lífinu.
A must see!
Monday, September 29, 2008
21
Þá er það myndin 21 eða tuttugu og einn sem fjallar um ungan dreng sem er bráðklár en vantar pening til að komast í námið sem hann vill komast í. Hann fer því að spila 21 ásamt skólafélögum sínum og kennara en þau hafa búið til nánast gallalaust kerfi um hvernig skal græða í þessum fræga leik. Ungi drengurinn sem heitir Ben Campell og er leikinn af Jim Sturgess flæktist þó í meira en hann gerði sér grein fyrir og hætti líka samskiptum við æskuvini sína. Prófessorinn hans, sem Kevin Spacey leikur mjög vel er frekar illkvittinn karakter og tekst næstum að eyðileggja fyrir Ben en þó ekki betur en svo að Ben svíkur hann og kemur hnum fyrir kattanef.
Mér fannst myndin skemmtileg og kannski bara áhugaverð líka. Sjálfur er ég hrifinn af fjárhættuspili og því auðvelt fyrir mig að tengjast persónunum. Jim Sturgess og Kevin Spacey standa sig mjög vel og aðrir allt í lagi bara.
Það er ein gáta úr þessari mynd sem mér finnst alveg frábær. Kevin Spacey spyr Jim í tíma. "Ef þú værir í svona þætti þar sem þú gætir unnið bíl sem er fyrir aftan eina af þrem hurðum og það væru kindur í hinum tveim hurðunum, hvaða hurð myndiru velja?" Jim velur þá eina hurðina. Þá spyr Spacey: " Ef að þáttastjórnandinn segði þér að bakvið eina af hinum hurðunum tveimur væri kind og opnaði hana og kindin kæmi hlaupandi út. Myndiru skipta um hurð?" og Jim svaraði játandi. Ástæðan er sú að í byrjun hefur Jim 33% möguleika á að velja rétta hurð og því 66% líkur á að bíllinn sé í einni af hinum tveimur hurðunum. Eftir að þáttastjórnandinn hefur sagt honum að önnur þeirra sé með kind í þá hefur ein hurð 66% líkur og því líkindalega rétt að skipta.
Gaman að þessu...
En já, ekkert frábær mynd, kannski pínu of Hollywoodleg sem sýnir sig best í kjánalegu ástarsögunni sem fylgir frítt með en samt sem áður góð skemmtun.
Subscribe to:
Posts (Atom)