Office Space
Langar að fjalla aðeins um eina af mínum uppáhaldsmyndum. Hún kom út árið 1999 og fékk kannski ekki alveg góðar viðtökur þá en hefur þú komist í hóp grínmynda sem mætta kannski telja klassískar.
Myndin tæklar hversu leiðigjarnt hið eðlilega skrifstofulíf getur verið og hvað menn eru tilbúnir að gera til að komast frá því. Myndin fjallar um að mestu leyti um þrjá menn, Peter Gibbons (Ron Livingston), Samir Nagheenanajar og Michael Bolton en nöfn þeirra tveggja síðastnefndu eru einmitt hráefni í nokkra góða brandara í myndinni. Þeir vinna allir hjá einhverju tæknifyrirtæki og eru forritarar sem vinna við það að breyta tölvum og gera þær tilbúnar fyrir árið 2000 en þá áttu allar tölvur að "crasha".
Svo fer Peter til sálfræðings með konunni sinni og sálfræðingurinn deyr í miðjum klíðum. Eftir það er Peter sama um allt og alla. Hann skilur alla skynsemi eftir og gerir það sem honum langar. Hann sannfærir vinnufélaga sína um að vera með sér í að ræna fyrirtækið þeirra en það heppnaðist ekki alveg hjá þeim félögum.
Inn í þetta plott bætist svo hin reglubundna ástarsaga en kærustu Peters leikur Jennifer Aniston og gerir það bara ágætlega. Aðrir skemmtilegir karakterar eru Mr. Lumbergh sem er yfirmaður þeirra. Milton, sem er einhvað greindarskertur vinnufélagi þeirra og endaði á því að brenna niður vinnubygginguna þeirra. Að ógleymdum Bobbunum eða the Bob´s sem voru ráðgjafar sem tóku til starfa hjá fyrirtækinu til að skera niður einhvað af starfsfólkinu.
Þessi mynd er náttúrulega drepfyndin og hefur að geyma marga frasa sem festast í minninu. Mjög litríkar persónur sem auðvelt er að tengjast líka því öll könnumst við við óþolandi yfirmanninn og þá tilfinningu að maður sé að gera ekki neitt í lífinu.
A must see!
Tuesday, September 30, 2008
Monday, September 29, 2008
21
Þá er það myndin 21 eða tuttugu og einn sem fjallar um ungan dreng sem er bráðklár en vantar pening til að komast í námið sem hann vill komast í. Hann fer því að spila 21 ásamt skólafélögum sínum og kennara en þau hafa búið til nánast gallalaust kerfi um hvernig skal græða í þessum fræga leik. Ungi drengurinn sem heitir Ben Campell og er leikinn af Jim Sturgess flæktist þó í meira en hann gerði sér grein fyrir og hætti líka samskiptum við æskuvini sína. Prófessorinn hans, sem Kevin Spacey leikur mjög vel er frekar illkvittinn karakter og tekst næstum að eyðileggja fyrir Ben en þó ekki betur en svo að Ben svíkur hann og kemur hnum fyrir kattanef.
Mér fannst myndin skemmtileg og kannski bara áhugaverð líka. Sjálfur er ég hrifinn af fjárhættuspili og því auðvelt fyrir mig að tengjast persónunum. Jim Sturgess og Kevin Spacey standa sig mjög vel og aðrir allt í lagi bara.
Það er ein gáta úr þessari mynd sem mér finnst alveg frábær. Kevin Spacey spyr Jim í tíma. "Ef þú værir í svona þætti þar sem þú gætir unnið bíl sem er fyrir aftan eina af þrem hurðum og það væru kindur í hinum tveim hurðunum, hvaða hurð myndiru velja?" Jim velur þá eina hurðina. Þá spyr Spacey: " Ef að þáttastjórnandinn segði þér að bakvið eina af hinum hurðunum tveimur væri kind og opnaði hana og kindin kæmi hlaupandi út. Myndiru skipta um hurð?" og Jim svaraði játandi. Ástæðan er sú að í byrjun hefur Jim 33% möguleika á að velja rétta hurð og því 66% líkur á að bíllinn sé í einni af hinum tveimur hurðunum. Eftir að þáttastjórnandinn hefur sagt honum að önnur þeirra sé með kind í þá hefur ein hurð 66% líkur og því líkindalega rétt að skipta.
Gaman að þessu...
En já, ekkert frábær mynd, kannski pínu of Hollywoodleg sem sýnir sig best í kjánalegu ástarsögunni sem fylgir frítt með en samt sem áður góð skemmtun.
It´s our problem free, philosophy...
Jæja þá er það síðasti dagur mánaðarins og ég held að maður skelli inn nokkrum færslum sem maður er búinn að slugsa við að gera.
Ætla að byrja á að fjalla um teiknimyndina Lion King.
hún kom út árið 1994 og var vel tekið. Hún fjallar um Simba sem er verðandi konungur ljónanna en þegar Skari frændi hans drepur Mufasa, faðir Simba, þá platar Skari hann og segir honum að hlaupa í burtu og aldrei koma aftur því það sé honum að kenna að pabbi hans sé dáinn. Og að enginn vilji sjá hann aftur.
Því fer Simbi á kreik og finnur nýtt líf í óbyggðum frumskógarins og hittir þar Tímon og Púmba sem verða bestu vinir hans. Hans aðlagar sig að lifnaðarháttum þeirra og er að njóta góða lífsins. Á meðan er allt að fara til fjandans heima fyrir og Skari sem sameinaðist hýenunum hefur enga stjórn á konungsveldinu. Þá er Nala, æskuvinkona Simba send að finna hjálp einhvers staðar. Hún finnur Simba og reynir að sannfæra hann um að koma til baka.
Að lokum mætir Simbi ótta sínum og fer heim til að skora Skara á hólm. Hann veit að hann er hinn sanni Konungur Ljónanna.
Sagan í þessari mynd er hreint æðisleg og auðvelt fyrir alla að spennast upp. Persónurnar eru líka mjög góðar og leikararnir sem ljá þeim rödd sína eru líka mjög færir. Það var mjög gaman að komast að því að Rowan Atkinson talar fyrir Zazu og að Moira Kelly sem leikur í hinum bráðskemmtilegu þáttum OTH (One Tree Hill) talar fyrir Nölu.
Þegar Lion King er nefnd er ekki hægt að sleppa því að tala um Soundtrackið sem er líklega það besta í heimi og ég hól það niður um leið og ég kláraði myndina. The Circle of Life, Hakuna Matata og að ógleymdu óskarsverðlaunalaginu Can You Feel the Love Tonight skarta þennan frábæra disk. Fleiri góð eru þar eins og lagið hans Skara sem er þó keimlíkt Arabian Nights laginu úr Aladdin.
Myndin er allavega frábær og ætti að vera við allra hæfi.
Ætla að byrja á að fjalla um teiknimyndina Lion King.
hún kom út árið 1994 og var vel tekið. Hún fjallar um Simba sem er verðandi konungur ljónanna en þegar Skari frændi hans drepur Mufasa, faðir Simba, þá platar Skari hann og segir honum að hlaupa í burtu og aldrei koma aftur því það sé honum að kenna að pabbi hans sé dáinn. Og að enginn vilji sjá hann aftur.
Því fer Simbi á kreik og finnur nýtt líf í óbyggðum frumskógarins og hittir þar Tímon og Púmba sem verða bestu vinir hans. Hans aðlagar sig að lifnaðarháttum þeirra og er að njóta góða lífsins. Á meðan er allt að fara til fjandans heima fyrir og Skari sem sameinaðist hýenunum hefur enga stjórn á konungsveldinu. Þá er Nala, æskuvinkona Simba send að finna hjálp einhvers staðar. Hún finnur Simba og reynir að sannfæra hann um að koma til baka.
Að lokum mætir Simbi ótta sínum og fer heim til að skora Skara á hólm. Hann veit að hann er hinn sanni Konungur Ljónanna.
Sagan í þessari mynd er hreint æðisleg og auðvelt fyrir alla að spennast upp. Persónurnar eru líka mjög góðar og leikararnir sem ljá þeim rödd sína eru líka mjög færir. Það var mjög gaman að komast að því að Rowan Atkinson talar fyrir Zazu og að Moira Kelly sem leikur í hinum bráðskemmtilegu þáttum OTH (One Tree Hill) talar fyrir Nölu.
Þegar Lion King er nefnd er ekki hægt að sleppa því að tala um Soundtrackið sem er líklega það besta í heimi og ég hól það niður um leið og ég kláraði myndina. The Circle of Life, Hakuna Matata og að ógleymdu óskarsverðlaunalaginu Can You Feel the Love Tonight skarta þennan frábæra disk. Fleiri góð eru þar eins og lagið hans Skara sem er þó keimlíkt Arabian Nights laginu úr Aladdin.
Myndin er allavega frábær og ætti að vera við allra hæfi.
Subscribe to:
Posts (Atom)