þá kom ég þessi loksins í gang eftir mikið rifrildi við notendaviðmót Gmail um hvort ég hefði stofnað aðgang að Gmail áður. Ég vann.
Allavega þá fór ég í bíó í vikunni og á þriðjudaginn fór ég á íslenska heimildamyndapakkann.
Here - We --- Go....
Magapína.
Jesús. Ég held að þessi mynd hafi átt að vekja almenning og sýna hversu skaðlegt það er að henda rusli út í náttúruna. Ég fékk bara að sjá hversu ógeðslegt það er að skera kú upp og stinga höndunum í hana án hanska...
Allavega mynd um belju sem er búin að borða fullt af plastpokum og nú þarf að skera hana upp og ná plastpokunum úr svo hún geti lifað áfram. Svona "old school" fílingur yfir myndatökunni sem var kannski ágætt. Passaði ágætlega við hversu hrá myndin var. Vona að hún verði jafn fersk og þessi einn daginn...
Ketill.
Fylgst er með lífi manns sem er aðeins öðruvísi en flestir. Samt sem áður skemmtilegur kall sem getur brugðið sér í margra dýra líki. Mér líður samt eins og ég þekki hann ekki eins vel og mér finnst ég þekkja strákana í kjötborg. Vantaði smá að vita hver maðurinn er sem myndin fjallaði um. Frekar góð senan í þessari veislu og líklega það skemmtilegasta í myndinni. Annars ágætis skemmtun og vel þess virði að sjá hana.
Sagan um Svein Kristján Bjarnarson
Íslendingur sem átti erfiða æsku fer til Bandaríkjanna og þá Nýju Jórvíkur og slær í gegn sem listamaður og verður síðan safnstjóri. Myndin var ágæt til að byrja með en varð svo bara hundleiðinleg. Það var blaðrað áfram um einhverjar leiðinlegar staðreyndir og ég var hættur að nenna að hlusta. Hefði kannski verið ágætt ef myndin hefði bara hætt eftir hálftíma. Það var nú samt einhvað áhugavert í henni svo hún nær þriðja sætinu af Búkollu.
Kjötborg.
Laaaaang besta myndin. Hugljúf og æðisleg og yndisleg og áhorfanleg, allan tímann. Bræðurnir Kristján og Gunnar reka kjörbúðina Kjötborg í vesturbænum og fá til sín mæta fastakúnna. Myndin fangar tilfinningar og þá sérstaklega umhyggju. Æðislegt að sjá svona samfélag þar sem allir eru góðir hvor við annan...
Myndir kvöldsins eru þá í þessari gæðaröð:
1. Kjötborg
2. Ketill
3. Sagan um...
4. Magapína
Friday, August 29, 2008
Subscribe to:
Posts (Atom)